Viltu vita meira um persónuvernd á Google?
Þú ert á réttum stað! Lestu algengar spurningar frá börnum, eins og hvernig foreldri getur aðstoðað þig með Google dót, hvaða upplýsingar Google notar og fleira.
Foreldrar, þessar upplýsingar eiga eingöngu við um Google reikninga sem er stjórnað með Family Link fyrir börn undir 13 ára aldri (eða viðeigandi aldri í landinu þínu). Frekari upplýsingar er að finna í upplýsingum um persónuvernd og persónuverndarstefnu okkar.
Hver stjórnar reikningnum mínum?
Foreldri þitt hefur umsjón með Google reikningnum þínum. Foreldri getur notað forrit sem heitir Family Link til að hjálpa þér að stjórna honum. Þegar þú verður eldri geturðu tekið við stjórn reikningsins.
Foreldri þitt getur m.a. gert eftirfarandi:
- Skráð sig inn á reikninginn þinn, breytt aðgangsorði reikningsins eða eytt reikningnum þínum.
- Læst símanum þínum eða spjaldtölvunni.
- Séð hvar síminn þinn eða spjaldtölvan er.
- Valið hvaða forrit þú getur notað.
- Séð hversu lengi þú notar forritin þín.
- Breytt atriðum sem þú getur séð í sumum forritum Google, eins og Google leit, YouTube eða Google Play.
- Valið virknistýringar þínar. (Þetta eru stillingar sem vista upplýsingar um það sem þú gerir á Google).
- Valið stillingar og heimildir fyrir forritin þín.
- Valið nafn, fæðingardag og fleiri upplýsingar fyrir reikninginn þinn.
- Valið hvað þú getur sótt eða keypt í sumum Google vörum eins og Google Play.
Hvernig og af hverju notar Google upplýsingarnar mínar?
Við kunnum að vista upplýsingar sem þú eða foreldri þitt veitið okkur, t.d. nafnið þitt og fæðingardaginn. Við vistum einnig upplýsingar þegar þú notar forrit og vefsvæði okkar. Við leggjum okkur fram við að vernda þessar upplýsingar og við notum þær í ýmsum tilgangi — meðal annars til að gera forrit og vefsvæði Google gagnlegri fyrir þig.
Ráðfærðu þig við foreldri og kynntu þér hvernig við kunnum að nota upplýsingarnar þínar:
- Til að forrit og vefsvæði okkar virki: Þegar þú leitar t.d. að „hvolpum“ í Google leit notum við upplýsingarnar þínar til að birta þér efni sem tengist hvolpum.
- Til að gera úrbætur á forritum okkar og vefsvæðum: Við notum upplýsingar meðal annars til að laga eitthvað sem er bilað.
- Til að vernda Google, notendur okkar og almenning: Við notum upplýsingar til að bæta öryggi fólks á netinu.
- Til að þróa ný forrit og vefsvæði: Við söfnum upplýsingum um það hvernig fólk notar núverandi forrit og vefsvæði okkar til að fá innblástur að nýjum Google vörum.
- Til að birta þér efni sem gæti höfðað til þín: Ef þér finnst t.d. skemmtilegt að horfa á dýramyndskeið á YouTube Kids gætum við birt þér fleiri.
- Til að birta þér auglýsingar í samræmi við upplýsingar eins og vefsvæðið sem þú ert á.
- Til að eiga í samskiptum við þig: Við gætum t.d. sent þér skilaboð á netfangið þitt. Spyrðu ávallt foreldri áður en þú opnar skilaboð frá einhverjum sem þú þekkir ekki.
Get ég sagt Google hvað á að vista?
Já, þú getur breytt tilteknum atriðum sem við vistum um þig. Ef þú gerir breytingar á persónuverndarstillingum eins og virknistýringum látum við foreldri þitt vita. Foreldrar geta einnig aðstoðað þig við að breyta stillingunum þínum.
Þú og foreldri þitt getið alltaf skoðað og stjórnað tilteknum upplýsingum um þig og Google reikninginn þinn.
Deilir Google persónuupplýsingum mínum með öðrum?
Nokkrar ástæður kunna að vera fyrir því að við deilum persónuupplýsingum þínum utan Google, eins og nafni þínu. Ef við deilum þessum upplýsingum gerum við ráðstafanir til að gæta öryggis þeirra.
Við kunnum að deila tilteknum persónuupplýsingum:
- Með foreldri þínu og fjölskylduhóp á Google
- Með fyrirtækjum sem við eigum í samstarfi við
- Þegar foreldri þitt segir að það sé í lagi
- Þegar þörf er á því af lagalegum ástæðum
Hverjir geta séð efnið sem ég deili á netinu?
Margir geta séð efni sem þú deilir á netinu, eins og tölvupóst eða myndir. Deildu aðeins með fólki sem þú treystir. Spyrðu foreldri eða fjölskyldumeðlim ef þú ert ekki viss.
Viltu vita meira? Biddu foreldri um aðstoð við að lesa persónuverndarstefnuna okkar.
Viltu vita meira um persónuvernd á Google?
Þú ert á réttum stað! Hér getur þú kynnt þér hvernig Google safnar upplýsingum og notar þær þegar þú notar forrit okkar og vefsvæði. Hér færðu einnig upplýsingar um hvernig foreldri þitt getur aðstoðað þig við að stjórna tækjunum þínum og Google reikningnum.
Foreldrar, þessar upplýsingar eiga eingöngu við um Google reikninga sem er stjórnað með Family Link fyrir börn undir 13 ára aldri (eða viðeigandi aldri í landinu þínu). Frekari upplýsingar er að finna í upplýsingum um persónuvernd og persónuverndarstefnu okkar.
Hver stjórnar reikningnum mínum?
Eins og stendur hefur foreldri umsjón með Google reikningnum þínum. Foreldri getur notað forrit sem heitir Family Link til að hjálpa þér að stjórna reikningnum þar til þú hefur aldur til að stjórna honum sjálf(ur).
Foreldri þitt getur m.a. gert eftirfarandi:
- Skráð sig inn á reikninginn þinn, breytt aðgangsorði reikningsins eða eytt reikningnum þínum.
- Sett takmörk á það hversu mikið og hvenær þú getur notað tæki eins og síma eða spjaldtölvur.
- Séð hvar síminn þinn eða spjaldtölvan er.
- Valið hvaða forrit þú mátt nota.
- Séð hversu lengi þú notar forritin þín.
- Stjórnað efnisstillingum fyrir sum forrit og vefsvæði Google, eins og Google leit, YouTube eða Google Play. Þessar stillingar geta haft áhrif á hvað þú sérð.
- Stjórnað virknistýringum Google reikningsins þíns, eins og YouTube ferlinum, og komið í veg fyrir að þú getir stjórnað þessum stýringum sjálf(ur).
- Yfirfarið heimildir forrita í símanum þínum eða spjaldtölvunni, t.d. um það hvort forrit geta notað hljóðnemann, myndavélina eða tengiliðina þína.
- Skoðað, breytt eða eytt upplýsingum um reikninginn þinn, eins og nafninu þínu, kyni eða fæðingardegi.
- Samþykkt niðurhal og kaup þín í sumum forritum og vefsvæðum Google, t.d. í Google Play.
Hvernig og af hverju notar Google upplýsingarnar mínar?
Líkt og á við um flest vefsvæði og forrit söfnum við upplýsingum sem þú eða foreldri þitt veitið okkur, eins og nafni og fæðingardegi, og við söfnum einnig upplýsingum þegar þú notar forritin okkar og vefsvæðin. Við leggjum okkur fram við að vernda þessar upplýsingar og við notum þær meðal annars til að gera vörur okkar gagnlegri fyrir þig. Við söfnum gögnum m.a. í eftirfarandi tilgangi:
- Til að forrit og vefsvæði okkar virki: Þegar þú leitar t.d. að „íþróttum“ í Google leit notum við upplýsingarnar þínar til að birta þér íþróttatengt efni.
- Til að gera úrbætur á forritum okkar og vefsvæðum: Við notum upplýsingar meðal annars til að laga eitthvað sem er bilað.
- Til að vernda Google, notendur okkar og almenning: Við notum upplýsingar til að bæta öryggi fólks á netinu, svo sem til að greina og koma í veg fyrir svik.
- Til að þróa ný forrit og vefsvæði: Við söfnum upplýsingum um það hvernig fólk notar núverandi forrit og vefsvæði okkar til að fá innblástur að nýjum Google vörum.
- Til að sérsníða upplýsingar, sem þýðir að birta þér efni sem við teljum að höfði til þín. Ef þér finnst t.d. skemmtilegt að horfa á dýramyndskeið á YouTube Kids mælum við hugsanlega með fleiri myndskeiðum til að horfa á.
- Til að birta þér auglýsingar í samræmi við upplýsingar eins og vefsvæðið sem þú ert á.
- Til að eiga í samskiptum við þig: Við gætum t.d. sent þér tilkynningu á netfangið þitt ef öryggisvandamál kemur upp. Spyrðu ávallt foreldri áður en þú opnar skilaboð frá einhverjum sem þú þekkir ekki.
Get ég sagt Google hvað á að vista?
Já, þú getur breytt tilteknum atriðum sem við vistum um þig. Ef þú vilt til dæmis ekki að við vistum YouTube ferilinn á Google reikningnum þínum geturðu slökkt á YouTube ferlinum. Ef þú gerir breytingar á persónuverndarstillingum eins og virknistýringum látum við foreldri þitt vita. Foreldrar geta einnig aðstoðað þig við að breyta stillingunum þínum.
Þú og foreldri þitt getið alltaf skoðað og stjórnað tilteknum upplýsingum um þig og Google reikninginn þinn.
Deilir Google persónuupplýsingum mínum með öðrum?
Nokkrar ástæður kunna að vera fyrir því að við deilum persónuupplýsingum frá þér utan Google, eins og nafni þínu og netfangi. Ef við deilum þessum upplýsingum gerum við ráðstafanir til að gæta öryggis þeirra.
Við kunnum að deila tilteknum persónuupplýsingum:
- Með foreldri þínu og fjölskylduhóp á Google
- Með fyrirtækjum sem við eigum í samstarfi við
- Þegar foreldri þitt segir að það sé í lagi
- Þegar þörf er á því af lagalegum ástæðum
Hverjir geta séð efnið sem ég deili á netinu?
Margir geta séð efni sem þú deilir á netinu, eins og tölvupóst eða myndir. Þegar efni er deilt á netinu getur verið erfitt að fjarlægja það. Deildu aðeins með fólki sem þú treystir. Spyrðu foreldri eða fjölskyldumeðlim ef þú ert ekki viss.
Viltu vita meira? Biddu foreldri um aðstoð við að lesa persónuverndarstefnuna okkar.
Viltu vita meira um persónuvernd á Google?
Hér getur þú kynnt þér hvernig Google safnar upplýsingum og notar þær þegar þú notar forrit og vefsvæði okkar. Hér færðu einnig upplýsingar um hvernig foreldri þitt getur aðstoðað þig við að stjórna tækjunum þínum og Google reikningnum.
Þessar upplýsingar eiga eingöngu við um Google reikninga sem stjórnað er með Family Link fyrir börn eða unglinga sem eru of ung til að stjórna eigin reikningum samkvæmt gildandi aldursskilyrðum. Frekari upplýsingar er að finna í upplýsingum um persónuvernd og persónuverndarstefnu okkar.
Geta foreldrar mínir aðstoðað mig við að stjórna reikningnum?
Foreldri þitt getur notað forrit sem heitir Family Link til að hjálpa þér að stjórna Google reikningnum þínum. Foreldri getur m.a. gert eftirfarandi, en það fer eftir tækinu þínu:
- Skráð sig inn á reikninginn þinn, breytt aðgangsorði reikningsins eða eytt reikningnum þínum.
- Sett takmörk á það hversu mikið og hvenær þú getur notað tækin þín.
- Séð staðsetningu innskráðra og virkra tækja.
- Stjórnað forritunum þínum og séð hversu mikið þú notar þau.
- Stjórnað efnisstillingum fyrir sum forrit og vefsvæði Google, eins og Google leit, YouTube eða Google Play. Þessar stillingar geta haft áhrif á hvað þú sérð.
- Stjórnað virknistýringum Google reikningsins þíns, eins og YouTube ferlinum, og komið í veg fyrir að þú getir stjórnað þessum stýringum sjálf(ur).
- Yfirfarið heimildir forrita í tækinu þínu, t.d. um það hvort forrit geta notað hljóðnemann, myndavélina eða tengiliðina þína.
- Skoðað, breytt eða eytt upplýsingum um reikninginn þinn, eins og nafninu þínu, kyni eða fæðingardegi.
- Samþykkt niðurhal og kaup þín í sumum forritum og vefsvæðum Google, t.d. í Google Play.
Hvernig og af hverju safnar Google og notar upplýsingarnar mínar?
Líkt og á við um flest vefsvæði og forrit söfnum við upplýsingum sem þú eða foreldri þitt veitið okkur, eins og nafni og fæðingardegi, og við söfnum einnig upplýsingum þegar þú notar forritin okkar og vefsvæðin. Við leggjum okkur fram við að vernda þessar upplýsingar og við notum þær meðal annars til að gera vörur okkar gagnlegri fyrir þig. Við söfnum gögnum m.a. í eftirfarandi tilgangi:
- Til að vernda Google, notendur okkar og almenning: Við notum gögn til að bæta öryggi fólks á netinu, svo sem til að greina og koma í veg fyrir svik.
- Til að veita þjónustu: Við notum gögn til að veita þjónustur okkar, meðal annars til að vinna úr leitarfyrirspurnum til að birta leitarniðurstöður.
- Til að viðhalda og bæta þjónustur okkar: Við getum t.d. fylgst með því hvenær vörurnar okkar hætta að virka rétt. Einnig getum við bætt villuleit í þjónustum okkar ef við getum áttað okkur á því hvaða leitarfyrirspurnir eru oftast stafsettar rangt.
- Til að þróa nýjar þjónustur: Gögn hjálpa okkur að þróa nýjar þjónustur. Upplýsingar um það hvernig fólk flokkaði myndirnar sínar í Picasa, fyrsta myndaforritinu frá Google, hjálpuðu okkur til dæmis við hönnun og útgáfu Google mynda.
- Til að sérsníða efni, sem þýðir að við birtum þér efni sem við teljum höfða til þín. Ef þér finnst t.d. skemmtilegt að horfa á íþróttir á YouTube mælum við hugsanlega með fleiri myndskeiðum til að horfa á.
- Til að birta þér auglýsingar í samræmi við upplýsingar eins og vefsvæðið sem þú ert á, leitarfyrirspurnir eða svæðið sem þú ert á.
- Til að mæla afköst: Við notkum gögn til að mæla afköst og skilja betur hvernig þjónustur okkar eru notaðar.
- Til að eiga í samskiptum við þig: Við gætum t.d. sent þér tilkynningu á netfangið þitt ef við greinum grunsamlega virkni.
Hvernig ákveð ég hvað Google vistar?
Þú getur breytt stillingunum þínum til að takmarka gögnin sem við söfnum og hvernig gögnin eru notuð. Ef þú vilt til dæmis ekki að við vistum YouTube ferilinn á Google reikningnum þínum geturðu slökkt á YouTube ferlinum. Foreldri þitt fær tilkynningu ef þú gerir breytingar á virknistýringum þínum. Nánar um persónuverndarstillingarnar þínar
Þú getur alltaf skoðað og stjórnað tilteknum upplýsingum um þig og Google reikninginn þinn.
Deilir Google persónuupplýsingum mínum með öðrum?
Við deilum persónuupplýsingunum þínum ekki með fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum utan Google nema í einstökum tilvikum þegar okkur ber skylda til að gera það samkvæmt lögum. Ef við deilum þessum upplýsingum gerum við ráðstafanir til að gæta öryggis þeirra.
Við kunnum að deila tilteknum persónuupplýsingum:
- Með foreldri þínu og fjölskylduhópnum þínum á Google.
- Þegar þú og foreldri þitt veitið okkur heimild, eða af lagalegum ástæðum. Við munum deila persónuupplýsingum utan Google ef við teljum það nauðsynlegt til að gera eftirfarandi:
- Fylgja öllum viðeigandi lögum, reglugerðum, lagalegum ferlum og beiðnum yfirvalda.
- Framfylgja viðeigandi þjónustuskilmálum, þar á meðal til að rannsaka hugsanleg tilvik um misnotkun.
- Greina, koma í veg fyrir eða bregðast á annan hátt við svikum, öryggisbrotum eða tæknivandamálum.
- Verja réttindi, eignir og öryggi Google, notenda okkar eða almennings fyrir skemmdarverkum, eins og lög mæla fyrir um og leyfa.
- Til ytri vinnslu. Við deilum persónuupplýsingum með fyrirtækjum sem við störfum með til að vinna úr gögnum samkvæmt fyrirmælum frá okkur. Við fáum t.d. önnur fyrirtæki til að aðstoða okkur við notendaþjónustu og verðum að deila persónuupplýsingum með þeim svo að hægt sé að svara spurningum notenda.
Hverjir geta séð efnið sem ég deili, eins og myndir, tölvupóst og skjöl?
Þú getur valið að deila tilteknu efni með öðru fólki í Google forritum og vefsvæðum sem þú notar.
Hafðu í huga að þegar þú deilir efni getur annað fólk endurdeilt því, jafnvel í forritum og á vefsvæðum utan Google.
Þú getur eytt efninu þínu af reikningnum þínum hvenær sem er en það eyðir ekki afritum sem þú hefur þegar deilt með öðrum.
Íhugaðu vandlega hvaða efni þú deilir og deildu aðeins með fólki sem þú treystir.
Þú getur alltaf fengið frekari upplýsingar um þessi umfjöllunarefni í persónuverndarstefnunni okkar.