Eftirlit með reikningum fyrir börn og unglinga

Foreldrar geta hjálpað unglingunum sínum að taka réttar ákvarðanir á netinu með því að hafa eftirlit með Google reikningunum þeirra og tækjunum. Með forritinu Google Family Link geta foreldrar gert ýmislegt í samhæfum tækjum barnsins síns eins og að:

  • Loka fyrir eða leyfa tiltekin forrit eða vefsvæði
  • Hafa auga með forritunum sem barnið notar, og hversu lengi það notar þau
  • Læsa tækjum þegar kominn er tími til að slaka á, læra eða sofa

Áður en þú byrjar

  • Uppsetning eftirlits getur tekið u.þ.b. 10 mínútur
  • Foreldri og unglingur verða hvort um sig að vera með sinn eigin Google-reikning
Google forrit
Aðalvalmynd