Algengar spurningar
Við höfum safnað saman svörum við algengustu spurningunum um Family Link. Ef þú ert nú þegar að nota forritið og ert með spurningu skaltu skoða hjálparmiðstöðina okkar fyrir frekari upplýsingar.
Hvernig það virkar
Hvernig virkar Family Link?
Forritið Family Link frá Google hjálpar foreldrum að fylgjast með því sem barnið þeirra eða unglingurinn skoðar í Android tækjunum sínum og hjálpar þeim að setja tilteknar grundvallarreglur um stafræna notkun fjölskyldunnar.
Í fyrsta lagi þarf barnið/unglingurinn samhæft tæki (sjá hvaða tæki virka með Family Link). Síðan geta foreldrar byrjað á því að sækja Family Link í sínu eigin tæki (Android eða iPhone).
Ef barn/unglingur á nú þegar reikning leiðir Family Link foreldrið í gegnum hvernig það tengir reikninginn sinn við reikning barnsins. Sem hluti af því ferli getur barnið/unglingurinn einnig þurft að sækja forritið Family Link (Barn/unglingur) í símanum til að ljúka við að tengja reikningana.
Foreldrar geta einnig notað Family Link til að búa til Google reikning fyrir barn undir 13 ára aldri (eða þeim aldri sem á við í þínu landi). Þegar þessu er lokið geta börn skráð sig inn í tækið með nýja reikningnum sínum.
Þegar reikningarnir eru tengdir geta foreldrar notað Family Link til að hjálpa þeim að gera hluti eins og að fylgjast með skjátímanum og stjórna efni sem þau nota.
Lokar Family Link á allt efni sem er óviðeigandi fyrir börnin mín?
Nei. Family Link lokar ekki á óviðeigandi efni, en sum forrit kunna að hafa sína eigin síunarvalkosti. Tiltekin Google forrit, eins og Leit og Chrome, bjóða upp á síunarvalkosti sem þú finnur í Family Link. Fyrir foreldra unglinga 13 ára og eldri er „Takmörkuð stilling“ á YouTube valfrjáls stilling sem hægt er að nota til að hjálpa til við að útiloka hugsanlegt efni fyrir fullorðna. Hafðu í huga að þessar síur eru ekki fullkomnar, því sleppur stundum í gegn klúrt, myndrænt eða annað efni sem þú vilt hugsanlega ekki að barnið þitt sjái. Við mælum með að þú skoðir forritastillingarnar og þær stillingar og verkfæri sem Family Link hefur upp á að bjóða til þess að ákveða hvað hentar þinni fjölskyldu.
Geta foreldrar notað Family Link í Android?
Já. Foreldrar geta notað Family Link í Android tækjum sem keyra á KitKat (4.4) eða nýrri útgáfu.
Geta foreldrar notað Family Link í iOS?
Já. Foreldrar geta notað Family Link í iPhone sem keyrir iOS 11 eða nýrri útgáfu.
Geta foreldrar notað Family Link í vafra?
Foreldrar geta stjórnað sumum reikningsstillingum barnsins í vafra. Aðrir eiginleikar, eins og að stilla takmarkanir á skjátíma, krefjast þess að foreldrar séu með Family Link forritið í Android eða iPhone.
Geta börn eða unglingar notað Family Link í Android?
Til að fá sem bestar niðurstöður mælum við með að börn eða unglingar noti Android tæki sem keyra útgáfu 7.0 (Nougat) eða nýrri útgáfu. Tæki með Android 5.0 og 6.0 (Lollipop og Marshmallow) geta einnig verið fær um að keyra Family Link. Frekari upplýsingar er að finna í hjálparmiðstöðinni.
Geta börn/unglingar notað Family Link í Chromebook (ChromeOS)?
Börn og unglingar geta skráð sig inn á Google reikninginn sinn í Chromebook. Foreldrar geta gert hluti eins og að stjórna stillingum Chromebook og reikningsins og setja takmarkanir fyrir vefsvæði. Frekari upplýsingar hér.
Geta börn/unglingar notað Family Link í iOS og vöfrum?
Börn og unglingar geta skráð sig inn á Google reikninginn sinn í iOS-tækjum og vöfrum með samþykki foreldris síns. Foreldrar geta haldið áfram að stjórna sumum reikningsstillingum barnsins og þær stillingar gilda þegar barnið er skráð inn og notar Google forrit og þjónustu í iOS-tæki eða á vefnum. Aðrir eiginleikar í Family Link forritinu, eins og að stjórna forritunum sem barnið getur notað og að stilla takmarkanir á skjátíma, verða ekki í boði fyrir foreldra á meðan barnið notar iOS-tæki eða er skráð inn á vefnum. Frekari upplýsingar um innskráningu barna/unglinga í iOS-tækjum og vöfrum.
Hversu langan tíma tekur að setja upp tæki barnsins og Google reikning?
Þú ættir að taka frá um fimmtán mínútur til að setja upp Google reikning og Android tæki barnsins.
Reikningar
Þarf barn að hafa náð tilteknum lágmarksaldri til að eiga Google reikning sem stjórnað er með Family Link?
Nei. Það er undir þér komið að ákveða hvenær barnið þitt er tilbúið til að eignast sinn fyrsta Android síma eða spjaldtölvu.
Mun barnið mitt sjá auglýsingar þegar það er skráð inn á Google reikninginn sinn?
Já, þjónusta Google er studd af auglýsingum og barnið þitt getur séð auglýsingar þegar það notar vörur okkar.
Get ég notað Family Link til að hafa umsjón með unglingnum mínum?
Já, hægt er að nota Family Link til að hafa umsjón með unglingum (börn eldri en 13 ára eða sá aldur sem á við í þínu landi). Ólíkt yngri börnum geta unglingar stöðvað eftirlit hvenær sem er. Ef það er gert færð þú tilkynningu og tæki þeirra læsast tímabundið.
Get ég notað reikninginn sem ég fékk í gegnum skólann eða vinnuna til að hafa umsjón með fjölskyldunni?
Nei. Reikninga sem fengnir eru í gegnum vinnu eða skóla er ekki hægt að nota til að stjórna fjölskylduhópi. Þú getur notað persónulegan Google reikning með Family Link, svo sem Gmail reikninginn þinn.
Hvers vegna er börnum með stýrðan reikning aðeins leyft að hafa einn Google reikning uppsettan í tækjunum sínum?
Þessi takmörkun hjálpar okkur að viðhalda mikilvægri virkni í vörunni. Ef annar reikningur er til dæmis til staðar í tækinu geta börnin skipt yfir á þann reikning til að hlaða niður forritum frá Play án samþykkis foreldris.
Hvað gerist þegar barnið mitt verður 13 ára (eða sá aldur sem á við í þínu landi)
Þegar barnið þitt verður 13 ára (eða sá aldur sem á við í þínu landi) hefur það kost á að eignast hefðbundinn Google reikning. Áður en barn verður 13 ára fá foreldrar tilkynningu í tölvupósti um að barnið hafi kost á að stjórna reikningi sínum frá og með afmælisdegi sínum, svo foreldrarnir geta ekki stjórnað reikningi barnsins lengur. Á 13 ára afmælisdeginum geta börn valið hvort þau vilji stjórna sínum eigin Google reikningi eða láta foreldri sitt halda því áfram. Ef barnið þitt velur að stjórna reikningnum sínum sjálft, en þú vilt fylgjast áfram með, er hægt að virkja umsjónarverkfæri Family Link aftur í forriti Family Link (Barn/unglingur) í tækinu þeirra. Nánari upplýsingar er að finna í hjálparmiðstöðinni.
Er allt til reiðu? Sæktu forritið.
Sæktu Family Link í tækið þitt til að fylgjast með barninu þínu.
Ertu ekki með snjallsíma?
Þú getur sett upp eftirlit á netinu.
Frekari upplýsingar